Aðstaða til verklegs náms
Bú skólans
Landbúnaðarháskóli Íslands hefur um árabil staðið fyrir umfagsmiklum búrekstri á Hvanneyri og Hesti í Borgarfirði.
Búreksturinn er grunnur fyrir mikilvæga þætti í kennslu og rannsóknum við stofnunina og hornsteinn íslenskra landbúnaðarvísinda. Áherslur hafa verið í búfjárrækt og jarðrækt en einnig á seinni árum í atferlis-, umhverfis- og orkuvísindum. Þá tilheyrir einnig hestamiðstöðin að Mið-Fossum skólanum auk jarðanna Kvígsstaða og Mávahlíðar.
Eftir sem áður er meginmarkmið að reka kennslu- og rannsóknarbú í hæsta gæðaflokki fyrir starfsemi háskólans til afnota fyrir vísindasamfélagið. Skapa með því aðstöðu fyrir nemendur og starfsmenn LbhÍ og samstarfsmenn skólans, bæði utan lands og innan, til fræðslu og rannsókna sem tengjast landbúnaði, auðlindum og umhverfismálum í víðum skilningi.
Kúabú
Hvanneyrarbúið ehf sér um rekstur kúabúsins á Hvanneyri. Þar er mjólkurframleiðslubú og framleiðir um 460 þúsund lítra á ári ásamt því að sinna kennslu og rannsóknum í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Bústjóri er Egill Gunnarsson
Fjósameistari er Björn Ólafsson
Hvanneyrarbú er tilrauna og kennslufjós
Sauðfjárbú
Á Hesti í mynni Lundareykjadals er rannsóknarbú fyrir sauðfé og er það eitt fremsta sauðfjárbú í landinu í dag. Þar fer fram verkleg kennsla í sauðfjárrækt.
Bústjóri er Logi Sigurðsson
Sauðfjárbúið að Hesti
Hestamiðstöð
Bústjóri er Guðbjartur Stefánsson
Starfsmaður bús Ragnheiður Ósk Helgadóttir