Gestanám
Gestanám
Nemendum við Landbúnaðarháskóla Íslands býðst að gerast gestanemendur og taka námskeið við aðra opinbera skóla samkvæmt samningi milli skólanna.
Gestanám er skilgreint sem nám sem stundað er utan heimaskóla.
Opinberu háskólarnir eru: Með þessu eykst aðgangur nemenda að fjölbreyttu námi og námskeiðum. Gestanemandi er skráður við ákveðinn opinberan háskóla, greiðir skrásetningargjald þar en fær heimild til að skrá sig án endurgjalds í einstök námskeið í öðrum opinberum háskóla.
Almennt er miðað við að nemendur á BS stigi hafi lokið að minnsta kosti einu ári við heimaskóla áður en sótt er um gestanám við annan háskóla.
Báðir skólar þurfa að samþykkja umsókn nemanda um gestanám.