Hestafræði
Meistaranám í hestafræðum
Meistaranám í Hestafræði er rannsóknarmiðað meistaranám. Markmið þess er að veita einstaklingsbundna menntun og þjálfun í hestafræði.
Námið felur yfirleitt í sér 60 ECTS sjálfstætt rannsóknarverkefni og 60 ECTS í námskeiðum. Aðeins 14 einingar eru skyldunámskeið; námskeið í vísindaskrifum, námskeið um rannsóknarsiðfræði og (virk þátttaka í) málstofum framhaldsnema. Önnur námskeið eru ætluð til að styðja nemandann í rannsóknarverkefninu. Þau er hægt að taka við LbhÍ eða aðra háskóla innanlands eða erlendis.
Þegar nemandi sækir um í rannsóknarmiðuðu meistaranámi fær hann skipaðan tengilið úr röðum akademísks starfsfólks LbhÍ, hafi hann ekki þegar fundið slíkan. Þessi einstaklingur hjálpar nemandanum að þróa hugmynd um rannsóknarverkefni, að finna að minnsta kosti tvo hæfa leiðbeinendur til að mynda meistaranámsnefnd og aðstoðar við gerð námsáætlunar. Val á námskeiðum skal styðja við rannsóknina á rökréttan hátt og uppfylla almenn hæfniviðmið LbhÍ um meistaranám.
Umsjónarmaður framhaldsnáms er Hlynur Óskarsson
Frekari upplýsingar
Námið hentar einnig mjög vel sem undirbúningur fyrir framhaldsnám til meistaragráðu á sviði hestafræða sem stunda má við LbhÍ. Þá er einnig möguleiki á frekara rannsóknanámi á þessu sviði til doktorsgráðu.
- Reglur um meistaranám
- Umsókn um meistaranám
- Einstaklingsbundin námsáætlun og samningur fyrir rannsóknamiðað MS nám
- Minnisblað um framgang námsins
- Námsáætlun og samningur fyrir námskeiðsmiðað MS nám í skipulagsfræði
- Frágangur, skil og vörn MS ritgerða
- Matskvarði fyrir einkunnir-MS ritgerðir
- MS forsíða – íslenska
- MS forsíða – enska
- Lesáfangi MS-PhD
- Leiðbeiningar fyrir MS erindi