Brautskráning

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Image

Brautskráning nemenda frá Landbúnaðarháskóla Íslands er haldin í byrjun júní ár hvert. Nemendur af háskólabrautum og úr búfræði brautskrást saman.

Við brautskráningu fá allir kandídatar afhent prófskírteini og viðauka með skírteini þar sem fram koma á stöðluðu formi upplýsingar um það nám sem lokið er. Prófskírteinið er á íslensku ásamt staðfestri enskri þýðingu en viðaukinn á íslensku og ensku. Þessi gögn eru afhent kandídötum án endurgjalds.

Ef kandídat er fjarverandi við brautskráningu þarf hann að nálgast þau síðar hjá kennsluskrifstofu.

Þeim tilmælum er beint til kandídata að þeir varðveiti prófskírteini sín vel! Hvert prófskírteini er aðeins gefið út í einu eintaki, undirrituðu af rektor. Það er á ábyrgð skírteinishafa að varðveita prófskírteinið með öruggum hætti þannig að það glatist ekki.

Image
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image