Alþjóðasvið
Alþjóðlegt samstarf
Alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir og hefur umsjón með nemenda- og kennaraskiptaáætlunum á borð við Nordplus, Erasmus+ og NOVA. Alþjóðafulltrúi stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar.
Alþjóðafulltrúi veitir nemendum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf LBHÍ og þau tækifæri sem þar liggja. Má þar m.a. nefna umsóknir um styrki til nemenda- og kennaraskipta.
Meginhlutverk alþjóðafulltrúa er að aðstoða nemendur sem hafa hug á því að taka hluta náms síns við erlenda háskóla. Mælt er með því að nemendur nýti sér skiptinám ef þeir eru að velta fyrir sér frekara framhaldsnámi erlendis. Með því gefst kostur á að skoða erlenda háskóla að eigin raun og kynnast kennurum sem síðar geta orðið leiðbeinendur þeirra í námi. Nemendum stendur einnig til boða starfsnám á vegum Erasmus+ á meðan námi stendur, sem og strax að útskrift lokinni.
Alþjóðafulltrúi aðstoðar einnig starfsmenn LBHÍ vegna kennaraskipta og rannsóknastyrkja.
Alþjóðastefna
Alþjóðafulltrúi
Alþjóðafulltrúi: Eva Hlín Alfreðsdóttir
Sérfræðingur: Lukáš Pospíšil
Sérfræðingur: Utra Mankasingh
Opnir viðtalstímar:
mánudagar: kl 9:00 - 15:00
miðvikudagar: kl 13:00 - 16:30
NOVA
NOVA er heiti á samstarfsnetverki sjö landbúnaðar-, skógfræði- og dýralæknaháskóla á Norðurlöndunum, NOVA opnar dyrnar að námi á Norðurlöndunum og í baltnesku ríkjunum. Nemendur geta sótt um Nordplus eða Erasmus styrki til skiptináms í gegnum NOVA.
Hvað getur NOVA boðið þér?
Hvert viltu fara í skiptinám- Listi yfir samstarfsskóla LbhÍ
Erasmus+
LbhÍ er með samstarfssamninga við ýmsa skóla í Evrópu í gegnum ERASMUS-áætlunina. ERASMUS+ byggir m.a. upp á einstaklingsstyrkjum til nemendaskipta og geta nemendur sótt um dvöl í 2-12 mánuði án þess að það tefji þá í námi þar sem skilyrði er að námið erlendis verði að fullu metið þegar heim er komið.