Textbooks

AUI's publications and textbooks for sale

Image

Textbooks and printouts can be bought via rannsokn@lbhi.is The reception is located in the Research Laboratories in Hvanneyri.

Image

Border Collie Fjárhundar - leiðarvísir um þjálfun og uppeldi  eftir Elísabetu Gunnarsdóttur Kr. 3.500.-

Nánar

Þó áhugi manna á Border Collie fjárhundum hafi aukist á undanförnum árum og sífellt fleiri eigi hunda sér til gagns og gamans, er fjárhundamenning á Íslandi ung. Framboð á íslensku fræðslu­efni um Border Collie fjárhunda og tamningu þeirra hefur ekki aukist í takt við aukna útbreiðslu tegundarinnar. Margir þeir sem eiga slíka hunda gera sér ekki endilega grein fyrir hvaða væntingar þeir geta haft til hundsins eða hvaða vinna liggur að baki tömdum hundi. Allt of algengt er að bændur fari með hund í smalamennskur án þess að nokkur markviss tamning hafi átt sér stað og skammi svo hundinn þegar hann gegnir ekki. Það er því miður hlutskipti margra hunda sem vel gætu orðið ágætis fjárhundar, að sinna mjög takmörkuðum verkefnum eða vera jafnvel lokaðir inni þegar á að fást við fé. Útgáfa þessarar bókar mun vonandi stuðla að jákvæðri breytingu þar á.
Það er mikill ávinningur af því að eiga og ná tökum á góðum fjárhundi. Í bókinni er fjallað nokkuð ítarlega um tamningarferlið þó aldrei sé hægt að fjalla um allar mögulegar aðstæður sem geta komið upp í tamningunni. Þær leiðir sem eru kynntar í bókinni eru nokkuð hefðbundnar og ættu að vera flestum færar. Það er þó ekki svo að það sé einhver ein leið til að temja hund. Þó flestir þeir sem temja fjárhunda með góðum árangri beiti í grundvallaratriðum svipuðum aðferðum, þá hefur hver hundaþjálfari sitt lag á að gera hlutina og ekki síður við að segja frá þeim. Lesendur eru því hvattir til að leita sér þekkingar víðar eigi þeir þess kost. Síðan er það auðvitað æfingin sem skapar meistarann. Það er von okkar sem stöndum að þessari bók að á næstu árum glæðist áhugi á smalahundum, ræktun og tamningu þeirra enn frekar og er bókin að okkar mati mikilvægur liður í þeirri þróun.

Image

Skógarauðlindin - ræktun, umhirða og nýting. Kr. 4.400.-

Nánar

Þekking á atvinnugreininni er forsenda þess að góður árangur náist og skili ásættanlegum arði. Í skógrækt er þekking og yfirsýn þannig undirstaða þess að hægt sé að skipuleggja starfsemina og taka réttar ákvarðanir á hverjum tíma, því aðgerðir eða aðgerðaleysi dagsins í dag ráða miklu um lokaútkomu  langtímaverkefnis eins og ræktunar nytjaskóga. Bókinni er ætlað það hlutverk að gefa yfirlit yfir helstu atriði sem hyggja þarf að við ræktun skóga. Hér er farið yfir undirbúning og skipulagningu, og helstu framkvæmdaatriði í ræktun og umhirðu miðað við reynslu og aðstæður hér á landi.

Image

Skógarbók Grænni skóga - Alhliða upplýsingarit um skógrækt á Íslandi Kr. 3.000.-

Nánar

Skógarbók Grænni skóga er kennslu- og handbók sem byggir á námskeiðaröðinni Grænni skógar. Bókin er alhliða fræðirit þar sem meðal annars er fjallað um undirbúning skógræktar, uppgræðslu, val á trjátegundum, umhirðu skóga, vistfræði skóga, úrvinnslu skógarafurða og útivist í skógum. Bókin nýtist öllum þeim sem vilja fræðast um skóga og skógrækt á Íslandi.

Image

Ostagerð - Heimavinnsla mjólkurafurða eftir Þórarinn Egil Sveinsson Kr. 2.500.-

Nánar

Þessi bók inniheldur efni sem tekið var saman í framhaldi af námskeiði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, sem byrjaði árið 2009, undir yfirskriftinni: Heimavinnsla mjólkurafurða. Megináhersla er lögð á ostagerð úr kúamjólk og mjólk sem hráefni, þó einnig verði minnst á aðrar tegundir mjólkur og framleiðsluvörur. Markmið námskeiðsins og bókarinnar er að gera heimavinnslu mjólkur, ostagerð og aðrar mjólkurvinnslu aðgengilega fyrir mjólkurframleiðendur og neytendur. Þannig má auka hagkvæmi mjólkurframleiðslunnar, fjölbreytileika og vöruúrval. Það gefur samt auga leið að stutt námskeið og svona bók gefur ekki nema örlitla innsýn í úrvinnslu mjólkur. Reynt er að skyggnast undir yfirborð fræðanna, vekja áhuga, efla og hvetja til áframhaldandi sjálfsnáms. Af nógu er að taka.

Image

Hrossafræði Ingimars eftir Ingimar Sveinsson Kr. 2.000.-

Nánar

Hér er loksins komið fram alhliða upplýsinga- og fræðirit um hesta, ritað af höfundi sem býr að ómældri þekkingu og reynslu, bæði á viðfangsefni sínu og eins hinu, að miðla til annarra. Ingimar Sveinsson hefur áratugum saman viðað að sér fróðleik um hesta og hestahald og efnistök hans eru skýr og aðgengileg.
Hrossafræði Ingimars er mikið og glæsilegt rit í hvívetna, enda hefur höfundurinn unnið að verkinu í áratugi og viðað að sér þekkingu og reynslu ævina alla. Bókin er 334 bls. í stóru broti og öll litprentuð. Hana prýðir aragrúi ljósmynda víðs vegar að auk fjölda skýringateikninga og taflna.
Bókin á tvímælalaust erindi til allra sem yndi hafa af hestum og hestamennsku, áhugafólks jafnt sem atvinnumanna.
Ingimar Sveinsson á Hvanneyri er alinn upp á stórbýlinu Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Að loknu stúdentsprófi sigldi hann til Bandaríkjanna og lagði þar stund á háskólanám í búvísindum. Heim kominn starfaði Ingimar sem bóndi á Egilsstöðum allt þar til hann fluttist með fjölskyldu sína að Hvanneyri í Borgarfirði 1986, þar sem hann hefur starfað sem kennari og fræðari síðan.

Image

Sauðfjárrækt á Íslandi - Alhliða fræðslurit um íslenskt sauðfé og sauðfjárrækt fyrr og nú með leiðbeinandi efni um hagkvæma og góða búskaparhætti Kr. 6.000.-

Nánar

Sauðfjárrækt byggir á aldagömlum merg og hefur verið samofin lífi Íslendinga frá öndverðu. Með því að nýta nánast allt sem sauðkindin gefur af sér hefur þjóðin lifað af margháttaða erfiðleika. Öflug sauðfjárrækt er stunduð á Íslandi og margvísleg nýsköpun henni tengd. Þrátt fyrir að fjárbúskapur eigi sér langa sögu sem mikilvæg atvinnugrein, er það ekki fyrr en með þessari bók að gefið er út alhliða fræðslurit um sauðfjárrækt á Íslandi. Sauðfjárrækt á Íslandi nýtist bæði starfandi bændum og öðru áhugafólki um sauðfé, sem og nemendum í búfræði, búvísindum og á námskeiðum um sauðfjárrækt. Bókin er fróðleiksbrunnur öllum þeim sem áhuga hafa á atvinnusögu Íslands og tengslum sauðfjár við íslenska menningu. Ritið er aðgengilegt og prýtt fjölda ljós- og skýringarmynda.
Höfundar eru: Árni Brynjar Bragason, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Emma Eyþórsdóttir, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, Guðmundur Hallgrímsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jón Viðar Jónmundsson, Ólafur R. Dýr­mundsson, Sigurður Þór Guðmundsson og Svanur Guðmundsson. Ragnhildur Sigurðardóttir ritstýrði.

Image

Nautgriparækt - Útgefandi Snorri Sigurðsson

Nánar

Snorri Sigurðsson er sérfræðingur í nautgriparækt og unnið við ráðgjöf, kennslu og rannsóknir á liðnum áratugum. Undanfarið starfað fyrir afurðafélagið Arla Foods við ráðgjöf til kúabænda í Kína og núna í Nígeríu þar sem hann leiðir þróunarstarfsemi félagsins í vesturhluta Afríku.

Tilurð bókarinnar er sú að kennslubók í nautgriparækt kom síðast út hér á landi árið 1984 í útgáfu Bændaskólans á Hvanneyri og hefur ekki komið út kennslubók síðan þá. Það hefur því vantað nýja kennslubók í langan tíma og hefur búgreinafélag kúabænda, Landssamband kúabænda, margsinnis kallað eftir því að unnið yrði að nýrri bók en ný bók hefur þó ekki komið fyrr en núna.

Bókin er alfarið byggð á einstaklingsframtaki og er Snorri Sigurðsson útgefandi bókarinnar. Að skrifunum koma alls 21 höfundur, hver með þekkingu á sínu sviði og eykur það dýpt efnisins verulega. Þetta verkefni var unnið af mikilli hugsjón þar sem allir höfundar efnis lögðu fram vinnu við skrifin í sjálfboðavinnu. Svo unnt væri að koma bókinni út var svo sótt um styrk til Þróunarsjóðs nautgriparæktarinnar og fékk umsóknin afar jákvæða umfjöllun Fagráðs í nautgriparækt. Sjóðurinn kostaði uppsetningu, prófarkalestur og prentun nokkurra gjafaeintaka.

Image

Búvélafræði
Grétar Einarsson tók saman
Kr. 3.400.-

Image

Jarðvegsfræði
eftir Þorstein Guðmundsson
Kr. 1.800.-

Image

Kartöfluræktun við íslenskar aðstæður
eftir Magnús Óskarsson og Eddu Þorvaldsdóttur
Kr. 2.500.-

Image

Heyrverkun
eftir Bjarna Guðmundsson
Kr. 3.000.-

Image

Dráttavéla- og mótorfræði
eftir Jörn Manniche og Birger Rasmussen
Kr. 2.300.-

Image

Girðingar fyrir búfé
eftir Grétar Einarsson
Kr. 2.000.-

logo

Knowledge in the field of sustainable use of resources, environment, planning and food production.

LBHÍ / AUI

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Phone 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Electronic invoices
Image

Campuses

Shortcuts

Social media

Image
Image