Laus störf
Hér má finna lista yfir laus störf hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Frekari upplýsingar má nálgast hjá mannauðsstjóra.
Skoða mannauðsstefnu LBHÍ.

Laus störf
Laust er til umsóknar starf aðjúnkts og sérfræðings í bútækni við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Um er að ræða starf til að sinna kennslu í bútæknifögum við LbhÍ og þróa kennslu í takt við breyttar áherslur í bútækni og skyldum fögum. Starfið getur einnig falið í sér þátttöku í rannsóknum eða greiningarvinnu í verkefnum sem til falla.
Landbúnaðarháskóli Íslands er mennta- og rannsóknastofnun á sviði landbúnaðar, landnýtingar, umhverfisvísinda, landslagsarkitektúrs og skipulagsfræða. LbhÍ veitir bakkalár, meistara og doktorsgráður ásamt því að bjóða upp á starfsmenntanám í búfræði á framhaldsskólastigi.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Umsjón og ábyrgð á kennslu í búfræði og búvísindum á fögum er snúa að bútækni s.s. fóðurverkun og tækni, bútækni og byggingar og búvélar og tæki
-
Þróun á kennsluháttum
-
Aðlögun að nýjustu tækni og þróun í bútækni
-
Þátttaka í rannsóknaverkefnum og skýrsluskrifum
-
Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
-
Meistaragráða í landbúnaðarverkfræði, bútækni, búvísindum eða skyldum greinum
-
Samskiptahæfni, jákvæðni, drifkraftur og geta til að takast á við breytingar
-
Góð tölvukunnátta
-
Góð kunnátta á íslensku og ensku
-
Geta til að vinna sjálfstætt og í hóp
-
Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs
-
Hæfni til að móta og miðla framtíðarsýn á sviði kennslumála
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.05.2025
Nánari upplýsingar veitir
Björn Þorsteinsson, bjorn@lbhi.is
Sími: 433 5000
Guðmunda Smáradóttir, gudmunda@lbhi.is
Sími: 433 5000
