Laus störf

Hér má finna lista yfir laus störf hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Frekari upplýsingar má nálgast hjá mannauðsstjóra.
Skoða mannauðsstefnu LBHÍ.

Image
Deildarfulltrúi framhaldsnáms

Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir því að ráða deildarfulltrúa framhaldsnáms á kennsluskrifstofu skólans. Viðkomandi mun m.a. hafa umsjón með framhaldsnámi (PhD og MSc) og verkefnum sem tengjast gagnagrunnum, nemendabókhaldi og miðlun upplýsinga.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þjónusta og upplýsingagjöf

  • Umsjón með framhaldsnámi (PhD og MSc)

  • Samræming og samþætting kennslu í samvinnu við kennara

  • Eftirfylgni með samningum er tengjast leiðbeiningu lokaverkefna eða kennslu

  • Vinna við ýmis kerfi og gagnagrunna sem tengjast nemendabókhaldi, upplýsingamiðlun, framkvæmd kennslu, prófa og útskrift nemenda

  • Önnur tilfallandi verkefni


Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem ny¿tist í starfi, meistaragráða er skilyrði

  • Haldgóð reynsla af verkefnastjórnun og upplýsingamiðlun

  • Reynsla og þekking af notkun upplýsingakerfa og gagnagrunna

  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli

  • Góð samskiptahæfni

  • Heiðarleiki og nákvæmni í vinnubrögðum


Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 27.11.2024


Nánari upplýsingar veitir

Guðmunda Smáradóttir, gudmunda@lbhi.is

Sími: 4335000

Álfheiður B Marinósdóttir, alfheidur@lbhi.is

Sími: 4335000

Image
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image