Búvísindi
Meistaranám í Búvísindum

Meistaranám í Búvísindum er rannsóknarmiðað meistaranám. Markmið þess er að veita einstaklingsbundna menntun og þjálfun í búvísindum.
Námið felur yfirleitt í sér 60 ECTS sjálfstætt rannsóknarverkefni og 60 ECTS í námskeiðum. Aðeins 14 einingar eru skyldunámskeið; námskeið í vísindaskrifum, námskeið um rannsóknarsiðfræði og (virk þátttaka í) málstofum framhaldsnema. Önnur námskeið eru ætluð til að styðja nemandann í rannsóknarverkefninu. Þau er hægt að taka við LbhÍ eða aðra háskóla innanlands eða erlendis.
Þegar nemandi sækir um í rannsóknarmiðuðu meistaranámi fær hann skipaðan tengilið úr röðum akademísks starfsfólks LbhÍ, hafi hann ekki þegar fundið slíkan. Þessi einstaklingur hjálpar nemandanum að þróa hugmynd um rannsóknarverkefni, að finna að minnsta kosti tvo hæfa leiðbeinendur til að mynda meistaranámsnefnd og aðstoðar við gerð námsáætlunar. Val á námskeiðum skal styðja við rannsóknina á rökréttan hátt og uppfylla almenn hæfniviðmið LbhÍ um meistaranám.
Umsjónarmaður framhaldsnáms er Hlynur Óskarsson
B.Sc. gráðu frá LbhÍ eða öðrum sambærilegum skóla. Lágmarkseinkunn er 7,25.
Nýtt kjörsvið – Sjálfbær landbúnaður og byggðaþróun

Nýtt kjörsvið undir búvísindum hefst haustið 2025 þar sem áhersla er á sjálfbæran landbúnað og byggðaþróun
Nemendur innrita sig í meistaranám í búvísindum og velja kjörsviðið „Sjálfbær landbúnaður og byggðaþróun“. Hið nýja meistaranám snertir málefni eins og landbúnaðarkerfi og framleiðslu, fæðukerfi og fæðuöryggi, stefnu og stuðning stjórnvalda, þar með talið stjórnkerfi og stjórntæki hins opinbera, hagsæld og hringrásarhagkerfi, loftslagsbreytingar, byggðaþróun ásamt nýsköpun í dreifbýli og sjálfbærri landnýtingu. Námið undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf, bæði hjá hinu opinbera og í atvinnulífi.
Námið er samstarf LBHÍ og HÍ og byggir á styrkleikum beggja háskóla en kennarar úr báðum skólum koma að kennslu og leiðsögn í náminu.
Námið er sett á laggirnar í kjölfar víðtæks samráðs við hagaðila bæði hjá hinu opinbera og í atvinnulífi. Í verkefnisstjórn um undirbúning námsins eru Brynhildur Davíðsdóttir og Jón Geir Pétursson, prófessorar við Háskóla Íslands, Jóhanna Gísladóttir og Jón Hjalti Eiríksson, lektorar við Landbúnaðarháskóla Íslands, og Björn Helgi Barkarson, skrifstofustjóri í matvælaráðuneytinu.
Hægt er að skoða námskrá hér að neðan þar sem valið er kjörsviðið Sjálfbær landbúnaður og byggðaþróun til að skoða kúrsa undir kjörsviðinu. Námið er ætlað bæði innlendum og erlendum nemendum og verður kennt á ensku.
Frekari upplýsingar

- Reglur um meistaranám
- Umsókn um meistaranám
- Einstaklingsbundin námsáætlun og samningur fyrir rannsóknamiðað MS nám
- Minnisblað um framgang námsins
- Námsáætlun og samningur fyrir námskeiðsmiðað MS nám í skipulagsfræði
- Frágangur, skil og vörn MS ritgerða
- Matskvarði fyrir einkunnir-MS ritgerðir
- MS forsíða – íslenska
- MS forsíða – enska
- Lesáfangi MS-PhD
- Leiðbeiningar fyrir MS erindi