Einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni

Einelti, kynferðisleg og

kynbundin áreitni

Image

Það er stefna skólans að koma skýrum skilaboðum á framfæri um að einelti, kynferðis- eða kynbundin áreitni sem og hvers konar önnur óútskýrð áreitni verður ekki liðið.

Ef starfsfólk eða nemendur verða fyrir eða verða varir við einelti eða hverskonar áreitni ber að tilkynna það.


 

Tilkynning atviks

Image

Hvert á að leita?

Mikilvægt er að tilkynna atvik varðandi einelti og hverslags áreitni. Almenna reglan er sú að málum skuli vísað til mannauðsstjóra eða námsráðgjafa til meðhöndlunar. Viðkomandi finnur viðeigandi farveg fyrir hvert mál og eru til ráðgjafar og stuðnings fyrir allt starfsfólk og nemendur í málefnum er varða einelti og áreitni. Viðbragðsáætlun má nálgast hér

Farvegur getur eftir atvikum verið til: 



Frekari upplýsingar

Image
Hvað er einelti?
Einelti má skilgreina sem endurtekna, niðurlægjandi, særandi og/eða neikvæða framkomu, sem leiðir til vanlíðunar þolanda. Stundum er einelti fólgið í því að einn einstaklingur áreitir annan en stundum standa fleiri að verki þannig að sá sem lagður er í einelti verður útundan í vinnuhópnum. 

Dæmi um athafnir sem flokkast geta undir einelti:
  • Orð sem niðurlægja, háðsyrði, særandi orð
  • Rógburður, slúður, illt umtal
  • Hrekkir, háð, að beita skapsmunum
  • Sögusagnir til að grafa undan mannorði þolanda
  • Ásakanir varðandi frammistöðu í starfi
  • Truflun á störfum
  • Aukið vinnuálag, gera of miklar kröfur
  • Tvöföld skilaboð, hunsun
  • Stöðug og óréttlát gagnrýni, hótanir
  • Smásmugulegt eftirlit og skerðing hlunninda án skýringa
  • Veita villandi upplýsingar eða halda þeim frá viðkomandi
  • Niðurlæging í viðurvist annarra
  • Útilokun frá félagslegum uppákomum
  • Niðrandi skírskotun til aldurs, kyns eða litarháttar
  • Skemmdarverk á eigum eða hlutum sem tilheyra starfsmanni
Einelti getur staðið yfir í margar vikur eða mánuði áður en sá sem fyrir því verður áttar sig á því að hann/hún er fórnarlamb slíks atferlis. Afleiðingar eineltis fyrir þann sem fyrir því verður geta orðið mjög alvarlegar þar sem einelti getur haft langvarandi sálræn-, líkamleg- og félagsleg áhrif.

Einstaklingar sem verða fyrir einelti upplifa jafnan ýmsa streitutengda sjúkdóma og eru svefntruflanir og kvíði algeng einkenni meðal fórnarlamba eineltis. Einelti á vinnustað getur eyðilagt sjálfsmynd fólks og haft áhrif á allt líf þess sem fyrir því verður sem og fjölskyldu einstaklingsins og starfsferil.

Algengt er að gerendur átti sig ekki á þeim afleiðingum sem einelti getur haft fyrir þann sem fyrir því verður. Erfitt er að segja fyrirfram hverjir beita einelti á vinnustöðum. Mögulegt er þó að nefna nokkra þætti sem taldir eru sameiginlegir þeim einstaklingum sem beita einelti.

Sem dæmi má nefna að oft einkennir þessa einstaklinga:
  • Skortur á sjálfstrausti
  • Óöryggi
  • Félagsleg vanhæfni
  • Vanhæfni til að stjórna
Til að fela skort á sjálfstrausti, óöryggi og/eða ýmsa vanhæfni grípa gerendur oft til þess ráðs að varpa sínum ókostum yfir á vinnufélaga, t.d með því að leyna þá upplýsingum, vera með stöðuga gagnrýni og bera samstarfsmenn röngum sökum.
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image