Umhverfisbreytingar á norðurslóðum
Meistaranám í umhverfisvísindum
Meistaranám í umhverfisbreytingum á norðurslóðum er 120 ECTS sameiginleg meistarabraut með samstarfsskólum EnCHiL brautarinnar. Skylda er að dvelja að minnsta kosti eina önn í einum af samstarfsskólunum meðan á námstímanum stendur.
Brautarstjóri: Alejandro Salazar Villegas
- Umsækjendur sem sækja um nám í umhverfisbreytingum á norðurslóðum (EnCHiL Nordic Master; (https://enchil.net/) verða að hafa lokið B.Sc. gráðu sem samsvarar að lágmarki 180 ECTS einingum frá alþjóðlega viðurkenndum háskóla, þar með talið að lágmarki 90 ECTS í raunvísindum og tæknigreinum. Nemendur á lokaári í B.Sc námi mega sækja um, að því tilskildu að þeir ljúki prófi sínu fyrir upphaf EnCHiL námsins. Lágmarksmeðaleinkunn úr B.Sc.-námi skal vera 7,25 af 10 eða C á ECTS skala. (Einkunnir úr öðrum einkunnakerfum verða umreiknaðar í ECTS kvarða af inntökunefnd).
Námið er kennt á ensku, þannig að nemendur sem ekki hafa ensku að móðurmáli þurfa að sýna fram á enskukunnáttu með fullnægjandi hætti. Fullnægjandi enskukunnátta fyrir inntöku alþjóðlegra meistaranema er tilgreint eftir löndum og fylgir inntökureglum Háskólans í Lundi. Þar kemur fram að Gilt stúdentspróf frá íslenskum framhaldsskóla með 20 einingum í ensku (e. 2008; eða 12 einingum f. 2008) nægir.
Þeir sem hafa ríkisfang frá löndum þar sem framhaldsskólapróf nægir ekki geta notað stöðupróf til að sýna fram á enskukunnáttu sína, svo sem:
TOFEL prófi: Á pappír: lágmarkseinkunn 580 (skriflegur hluti einkunnar 4.5) / Ritgerð: (rPDT) Lágmarkseinkunn 20 í hverjum hluta (22 í skriflegum hluta) / Próf á netinu (IBT): Lágmarks heildareinkunn af 92 (skriflegur kafli 22)
IELTS: 6.5, enginn hluti lægri en 5.5 (aðeins IELTS Akademic Training samþykkt)
PTE Academic: Lágmark 62, þar af 54 í samskiptafærnihluta (munnlegt?)
Staðfestingu á að hafa stundað nám á öðru skólastigi á ensku
Athugið að stöðupróf má ekki vera eldra en tveggja ára. Hafi umsækjandi lokið háskólagráðu á ensku í einu af ESB/EES löndunum, Bretlandi, Ástralíu, Kanada, Nýja Sjálandi, Sviss eða Bandaríkjunum gildir sú gráða einnig sem staðfesting á enskukunnáttu. Slík gráða skal innihalda að lágmarki það sem jafngildir 60 ECTS námi á ensku.
Hér er hægt að sækja um nám í umhverfisbreytingum á norðurslóðum (EnCHiL Nordic Master) https://enchil.net/.
Umsóknarfrestir eru 15. apríl fyrir nemendur með ríkisfang innan ESB/EES svæðisins, þ.m.t. á Íslandi og 31. janúar fyrir nemendur með ríkisfang utan ESB/EES svæðisins.
EnCHiL students starting at different entry points will have different strengths in their approach to understanding changes at high latitudes. The EnChiL programme also includes joint specialized courses, both e-learning during the first semester and on campus in Iceland during the second semester, where teachers from the different partners will be involved.
EnCHiL webpage