Vísindadagur LBHÍ / AUI's Science Day

Vísindadagur LBHÍ

Vísindadagur LBHÍ verður haldinn 8. desember n.k. kl 10- 12 í Ársal á Hvanneyri. Viðburðurinn er haldinn tvisvar á ári þar sem kynnt eru verkefni og rannsóknir innan fagdeildanna þriggja. Að þessu sinni segir Harpa Stefánsdóttir við deild Skipulags & Hönnunar okkur frá verkefni sínu Urban aesthetics; perception, evaluation and meaning sem á íslensku útleggst sem Fagurfræði þéttbýlis; skynjun, mat og þýðing. Þá er erindi frá Emmanuel Pierre Pagneux við deild Náttúru og Skóga um Terrain Hindrance and Ecological Fragility: the THiEF hiking route model. Á íslensku Landsvæðislegar hindranir og brothætt vistfræði: THiEF gönguleiðalíkanið. Síðan segir Erla Sturludótir við deild Ræktunar og Fæðu okkur frá verkefninu Ecosystem based fisheries management and the use of ecosystem models sem á íslensku er Fiskveiðistjórnun á grunni vistkerfa og notkun vistkerfislíkana.

Fyrirlestrarnir eru ætlaðir til að auka sýnileika rannsókna deildanna. Utanumhald og fundarstjórn er í höndum Christian Schultze alþjóða- og rannsóknarfulltrúa.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image