Loftmynd af Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri

Loftmynd af Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri

Vinnustofa um svæðistengdan stuðning í íslenskum landbúnaði

Kallað er eftir þátttakendum í vinnustofu sem haldin verður í tengslum við verkefnið „Svæðisbundinn stuðningur í íslenskum landbúnaði“ sem styrkt er af Byggðarannsóknasjóði. Vinnustofan fer fram á Hvanneyri, föstudaginn 7. febrúar, kl. 09:00–12:00, og verður boðið upp á léttar veitingar.

Verkefnið byggir á nýlegri skýrslu sem Landbúnaðarháskóli Íslands vann fyrir Matvælaráðuneytið. Þar kemur fram að samanburðarlönd á borð við Finnland, Svíþjóð, Noreg og Austurríki nýta svæðisbundinn stuðning sem hluta af landbúnaðarstuðningi sínum. Í skýrslunni var þó ekki skoðað hvernig svæðastuðningur er reiknaður út eða hvernig innleiða mætti sambærilegt kerfi á Íslandi.

Tilgangur vinnustofunnar er að ræða útfærslu tillagna að slíku kerfi hér á landi, með hliðsjón af erlendum stuðningskerfum og séríslenskum aðstæðum, svo sem búskaparskilyrðum, náttúru- og veðurfarslegum þáttum ásamt félagslegum- og hagrænum þáttum. Sérstök áhersla verður að ræða hvaða forsendur ættu að liggja til grundvallar svæðistengdum stuðningi og hvernig slíkt kerfi gæti styrkt sérstaklega þá bændur og byggðir sem á þyrftu að halda.

Jóhanna Gísladóttir, lektor við Landbúnaðarháskólann, og Torfi Jóhannesson, ráðgjafi, munu leiða vinnustofuna og verður dagskrá send út þegar nær dregur.

Vinsamlegast staðfestið þátttöku með því að fylla út hér: https://forms.office.com/e/7KVYiJwJ0m

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image