GLISFO 2024 fór fram í Þórshöfn í Færeyjum 19-21. ágúst síðastliðin

Þátttakendur á vinnustofunni um eflingu vestnorrænnar samvinnu

Vinnustofa um eflingu Vestnorrænnar samvinnu

GLISFO 2024 fór fram í Þórshöfn í Færeyjum 19-21. ágúst síðastliðin, en viðburðurinn var styrktur af Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði og ætlað að efla Vestnorræna samvinnu. Vinnustofan var á vegum Rannsóknaráðs Færeyja, Rannís, Rannsóknaráðs Grænlands, Norrænna orkurannsókna og Íslenska norðurslóðasamvinnunetsins.

Þrátt fyrir að flugi frá Íslandi hafi verið aflýst vegna veðurs fór betur á en horfðist og hittust tæplega 70 þátttakendur frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum í Norræna húsinu í Þórshöfn.

Pavla Waldhauserová, lektor við deild Náttúru og skóga og Jóhanna Gísladóttir, lektor við deild Ræktunar og fæðu sóttu vinnustofuna frá Landbúnaðarháskóla Íslands, og hittu þar Lauru Barbero Palacios sem var aðstoðarmaður í rannsóknum við Landbúnaðarháskóla Íslands, en sinnir nú doktorsnámi á Grænlandi.

Jóhanna t.v., Laura og Pavla á vinnustofunni

Ljóst var á þessari sameiginlegu Vestnorrænu vinnustofu að mikill áhugi var á auknu rannsóknasamstarfi milli landanna, aukinni samvinnu tengdri stoðþjónustu við rannsóknir, samvinnu á sviði kennslu og nemendaskipta.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image