Verknámsbændur í heimsókn

Föstudaginn 26. febrúar komu hluti námsdvalarbænda sem eru í samstarfi við Landbúnaðarháskólann, í heimsókn á Hvanneyri. Þeir ræddu við búfræðikennara um tilgang námsdvalar búfræðinema og mikilvægi þess að góð námsdvöl sé hluti af búfræðináminu.

Haukur Þórðarson kennari hélt fyrir þau upprifjunarnámskeið í plægingum og síðan héldu bændurnir í skoðunarferð um útihús skólans. Í Hvanneyrarfjósi tók Hafþór fjósameistari á móti þeim en fjósið hefur tekið nokkrum breytingum síðan sumir bændurnir voru hér sjálfir í námi. Næst var haldið upp á tilraunafjárbúið á Hesti þar sem Snædís Anna tók vel á móti hópnum og sagði frá pælingum nýrra ábúenda í búrekstrinum þar. Að lokum voru hesthúsin á Mið-Fossum skoðuð og lauk heimsókninni þar eftir góðan kaffisopa.

Takk kærlega fyrir komuna.

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar eru af Ólöfu Ósk, brautarstjóra búfræðibrautar, og Ragnhildi Helgu Jónsdóttur, kennara á búfræðibraut.

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image