Starfsmenn Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi hlutu nýlega hæsta styrk Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Verkefnið fékk rúmar 38 milljónir króna eða um 290 þúsund evrur. Ágústa Erlingsdóttir og Björgvin Örn Eggertsson standa að verkefninu sem ber heitið Safe climbing. Verkefnið snýr að því að þróa námsefni í umhirðu skóga með áherslu á öryggisatriði og tækni við trjáfellingar. Námsefnið er hugsað fyrir nemendur í námi tengdu skógrækt og garðaumhirðu sem og núverandi starfsmenn í greininni. Áhersla verður lögð á að gera námsefnið aðgengilegt á netinu og verður að miklu leyti byggt upp á fjarkennslu með sjónrænu efni. Að loknu námskeið er stefnt að því að nemandinn geti sótt um að fá alþjóðalega vottun í arboriculture sem um leið gerir honum kleift að vinna í löndum innan Evrópu og í Kanada.
Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar kennarar í garðyrkju og garðahönnun á Íslandi fóru að velta því fyrir sér hvernig hægt væri að bæta öryggi þeirra sem vinna með keðjusög við trjáfellingar eða grisjun trjáa. Tíðni slysa meðal starfsmanna í skógræktar- og garðaumhirðu, við grisjun eða trjáfellingar, hefur farið hækkandi undanfarin ár og á það sama við í öðrum Evrópu löndum.
Björn Þorsteinsson, rektor LbhÍ, Björgvin Örn Eggertsson og Ágústa Erlingsdóttir, verkefnastjórar Safe climbing,
Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður
Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum og Hannes Snorrason frá Vinnueftirliti ríkisins við móttöku styrksins.
Hér eru nokkur myndir síðan í vetur frá sýningu Marianne Lyhne og Bent Jensen á trjáklifurbúnaði og notkun hans.