Ný heimasíða er komin í loftið þar sem sagt er frá verkefnum þriðja árs nema í Umhverfisskipulagi. Haustið 2015 tókust 10 nemendur á Hvanneyri á við það verkefni að huga að framtíð Skeifunnar í Reykjavík. Nemendur lögðust í mikla rannsóknarvinnu á svæðinu áður en þeir hófust handa við endurskipulagningu og hönnun þess.
Lögð var áhersla á fjölbreytta notkun svæðisins og að þróa í átt að mannlegu og vistvænu umhverfi sem væri borgarbúum öllum í hag segir á nýju heimasíðunni.