Eyjólfur Kristinn Örnólfsson með verðlaunin fyrir besta lambfaðir stöðvanna 2019, Durt 16-994 frá Hesti

Verðlaun fyrir besta lambföður sæðingastöðvanna 2019

Logi Sigurðsson bústjóri á Hesti skoðar hér hrútlömb Hestbúsins síðastliðið haust

Sauðfjársæðingarstöðvarnar veita árlega viðurkenningu þeim hrúti stöðvanna sem árið áður er talinn hafa skilað bestum lömbum. Verðlaunin voru veitt á fagfundi sauðfjárræktarinnar nýafstöðnum. Eyþór Einarsson sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) veitti verðlaunin sem að þessu sinni féllu að þessu sinni í hlut Hestbúsins, tilraunasauðfjárbúi Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ).

Eyjólfur Kristinn Örnólfsson námsbrautarstjóri í búfræði veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd Hestsbúsins. Besti lambfaðir stöðvanna árið 2019 er Durtur 16-994 frá Hesti. Durtur átti til að mynda næst stærsta hóp lambhrúta sem til skoðunar komu eða 250 hrútlömb og hefur þegar skila öflugum syni sínum, Glæponi 17-809 frá Hesti inná stöðvarnar. „Durtur gefur úrvals gerð og góðan þroska og hlýtur nafnbótinu besti lambfaðirinn fyrir árið 2019“ sagði Eyþór Einarsson við afhendinguna.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image