Vel heppnaður Háskóladagur

Image
Image
Image
Image

Háskóladagurinn 2017 fór fram sl. laugardag. Landbúnaðarháskóli er með kynningaraðstöðu á neðri hæð Háskólatorgs í HÍ og stóðu nemendur háskólabrauta vaktina ásamt starfsfólki LbhÍ. Kynningar allra sjö háskóla landsins fór fram á sama tíma í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og í Listaháskóla Íslands. Háskólinn á Hólum á Háskólinn á Akureyri voru ásamt LbhÍ í HÍ. Fjölmargir litu við á bás LbhÍ og kynntu sér námið sem skólinn hefur upp á að bjóða. Í marsmánuði fara allir háskólarnir í heimsóknir í átta framhaldsskóla utan höfuðborgarsvæðis. Allir eru velkomnir að koma á þá viðburði.

 

Kynningar utan höfuðborgarsvæðis:

Menntaskólinn á Ísafirði, 9. mars, 11.00-13.00
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, 10. Mars kl 10.10-12.00
Menntaskólinn á Egilsstöðum, 15. mars, kl.11.00-13.30
Menntaskólinn á Akureyri, 16. mars, kl 9.30-11.00
Verkmenntaskólinn á Akureyri, 12.mars, 11.00-13.30
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyju, 20. mars, kl 10.00-12.00
Fjölbrautarskóli Suðurlands, 29. mars, kl. 10.30-12.00

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image