Vel heppnað Haustþing umhverfisskipulagsbrautar

Nemendur á umhverfisskipulagsbraut (UMSK) héldu sitt árlega haustþing í lok nóvember en á því er segja núverandi nemendur, fyrrum nemendur og einnig kennarar brautarinnar frá sínum verkefnum.

Anna Kristín Guðmundsdóttir sem nýlega auk mastersnámi í utanhússljósahönnun sagði frá náminu sínu og Sigríður Embla Heiðmarsdóttir sagði frá verkefnum sínum um fjölæringa og samvinnu við sveitarfélög. Samson Bjarnason, lektor, hélt stórskemmtilegan fyrirlestur um gróður með sjálfsævisögulegu ívafi. Ragnar Frank, lektor, sagði frá ferð til Weihenstephan en það hafa fjöldi skiptinema komið sem og nemendur LbhÍ hafa tekið skiptiönn við þann skóla.

Þá kynnti Helena Guttormsdóttir, brautarstjóri, tveggja ára verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem LbhÍ er aðili að með Akraneskaupstað. Að lokum voru kynningar frá nemendum í framhalds– og skiptinámi og vinnu erlendis.

Annars árs nemendur tóku að sér alla umgjarðarvinnu og gerði það með miklum sóma. Þinginu var streymt á Facebook síðu UMSK brautarinnar og er það enn aðgengilegt þar. Áhugasamir eru hvattir til að hlýða á það.

Image
logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image