Starfsmenn frá Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum sækja LbhÍ heim

Vaskir Suðurnesjamenn sækja Hvanneyri heim

Á dögunum kom stór hópur starfsmanna frá Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum í heimsókn að Hvanneyri.

Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor sýndi þeim aðstöðu Landbúnaðarháskólans og Ragnhildur Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri Landbúnaðarsafnsins sýndi þeim safnið og fór yfir sögu þess. Sérstaka athygli vakti nýja gestastofan um friðland fugla í Andakíl. Í því sambandi voru ræddir samstarfsfletir til framtíðar og voru ýmis tækifæri til verkefnasköpunar rædd.

Við þökkum Suðurnesjamönnum kærlega fyrir komuna.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image