Úthlutað var í Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar og voru 32 styrkir veittir til verkefna á sviði umhverfis- og orkumála. Markmið sjóðsins er að veita styrki til námsmanna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga.
Isabel Barrio, dósent við auðlinda- og umhverfisdeild LbhÍ hlaut styrk fyrir verkefnið Áburður á afréttum - markvirkni við jarðvegsvernd á beitilöndum og óskum við henni til hamingju með hann og verður spennandi að fylgjast framgöngu þess.