Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að úthluta yfir milljarði króna til aukins samstarfs háskóla með það að markmiði að auka gæði námsins og samkeppnishæfni skólanna. Úthlutað var úr sjóðnum í gær en 48 umsóknir bárust og voru 25 þeirra valdar
LBHÍ er aðili að níu umsóknum og leiðir þar af tvær en það er að Ísland verði í forystu í framleiðslu nýrra próteina sem unnið er með HÍ og er ætlað koma upp aðstöðu til rannsókna og nýsköpunar á sviði næstu kynslóða matvæla- og fóðurpróteina og byggja upp nám á þessu sviði. Ætlunin er að taka þátt í þeirri umbyltingu sem er að eiga sér stað í matvælaframleiðslu í heiminum þar sem hugað að er sjálfbærri og umhverfisvænni framleiðslu próteingjafa úr þörungum, skordýrum, einfrumungum og með frumuvökum. Markmiðið er að koma Íslandi í forystu á sviði framleiðslu nýrra próteina sem er ört vaxandi svið í heiminum.
Þá er samstarf LBHÍ, HÍ, HR og LHÍ til að greina forsendur fyrir þverfaglegu M.Sc. námi í skipulagsfræði en námið byggir á þekkingu úr náttúruvísindum, félagsvísindum og arkitektúr.
Hólar og LBHÍ með verkefni til að undirbúa stofnun Akademíu íslenska hestsins til að styrkja gæði rannsókna á þessu sviði auk þess sem samvinna verður um nám á framhaldsstigi.
Þá eru allir skólar saman í verkefni sem snýr að aukinni þjónustu Uglu við nemendur. Samstarf um öflugt háskólanám í þágu fiskeldis. Aukin gæði í stafrænni kennslu. Samstarf um nýtingu rannsóknarinnviða á Íslandi. Meistaranám þvert á skóla. Samþætting og þróun á Iris, upplýsingargátt rannsókna.