Úthlutað hefur verið úr Tækniþrjóunarsjóði og hlaut verkefnið „Betri orkubúskápur og lýsing gróðurhúsa“ styrk í flokki hagnýtra rannsóknarverkefna.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands er aðalumsækjandi og er Kristján Leósson verkefnistjóri. Meðumsækjendur eru Landbúnaðarháskóla Íslands, alþjóðlegu inniræktunarsamtökin Association for Vertical Farming, sprotafyrirtæki Reykjavík Greens auk arkitektastofunnar Studio Granda. Verkefnið miðast að því að bæta orkunýtingu í gróðurhúsaræktun á Íslandi og kortleggja hagkvæmni innanhúsræktunar almennt, með tilliti til tækninýjunga í gróðurhúsalýsingu, breyttrar hönnunar gróðurhúsa og innleiðing nýrra aðferða í orkuvinnslu og varmaflutningi. Christina Stadler, lektor við LbhÍ, mun vinna að þróun notkunar á LED lýsingu í gróðurhúsum en Christina hefur unnið að þ.h. rannsóknum við LbhÍ undanfarin ár.