Úthlutað var úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar 8. febrúar s.l. og hlaut Landbúnaðarháskóli Íslands styrki til fimm verkefna.
Verkefnin eru
- Íslenskt ryk ýtir undir snjó- og ísbráðnun eða á ensku Icelandic dust as a driver for snow and ice melt. Verkefnisstjóri er Pavla Dagsson-Waldhauserová lektor
- Skordýrarækt á Íslandi þar sem verkefnisstjóri er Rúna Þrastardóttir doktorsnemi
- Seasonal changes in faecal nutrient contribution of herbivores to the Icelandic tundra og er verkefnisstjóri Mathilde Defourneaux doktorsnemi
- Endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð: Beinar háhraðamælingar með iðufylgnitækni (EDDY), verkefnisstjóri er Hlynur Óskarsson prófessor
- Áhrif hlýnunar á graslendi og kolefnisbindigetu þeirra, verkefnisstjóri er Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor og er það unnið í samstarfi með AUB háskólanum í Barcelona, Vínarháskóla og Háskólanum í Antwerpen
Styrkir úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar eru afar mikilvægur stuðningur fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands og hafa margir doktorsnemendur skólans notið styrks úr sjóðnum. Við óskum öllum innilega til hamingju með styrkina.