Upplýsingar til nýnema

Nú fer skólaárið 2017-2018 að hefjast. Nýnemar eru vinsamlegast beðnir um að kynna sér upplýsingarnar sem er að finna hér fyrir neðan.

BÚFRÆÐI

Móttaka nýnema í búfræði verður mánudaginn 21. ágúst kl. 9:00 í Ásgarði, Hvanneyri. Kennsla hjá eldri búfræðingum hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 21. ágúst.

HÁSKÓLANÁM

Móttaka nýnema í BS námi og MS námi verður mánudaginn 21. ágúst kl. 9.00 í Ásgarði, Hvanneyri. Skyldumæting er fyrir alla nýnema í BS námi, þrjá fyrstu daga annarinnar, það er að segja dagana 21., 22. og 23. ágúst. Á nýnemadegi er farið yfir hagnýt atriði er varða skólastarfið, skráningar- og kennslukerfi sem eru í notkun, ásamt fundi með brautarstjóra, kynningu á starfi námsráðgjafa, starfsemi nemendafélagsins og skoðunarferð um Hvanneyrarstað. Dagana 22. og 23. ágúst hefst síðan kennsla í bland við nýnemadagskrá nemendafélagsins.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá eldri BS nemum, mánudaginn 21. ágúst.

Sjúkra- og endurtökupróf í háskóladeildum verða haldin 16. – 21. ágúst og stendur skráning nú yfir.

GARÐYRKJA

Kennsla hefst í garðyrkjudeild LbhÍ mánudaginn 28. ágúst kl. 9:00 á Reykjum í Ölfusi.

Aðrar upplýsingar

Nauðsynlegt er að nemendur séu með sínar eigin fartölvur á nýnemadögum sem eru nægilega öflugar fyrir þann hugbúnað sem námið krefst. Flest forrit eru aðgengileg á netinu og aðstoðar tölvudeild við uppsetningu eftir þörfum. Leiðbeiningar um aðgang að hugbúnaði er að finna í Uglu undir Tölvuþjónusta.

Nauðsynlegt er að nemendur sem hyggjast nýta sér þjónustu mötuneytis á Hvanneyri að skrá sig í mat á Facebook síðunni Mötuneyti LbhÍ Hvanneyri. Skráning í mat á Reykjum fer fram á staðnum.

Þeir nemendur sem ætla að búa á nemendagörðum í vetur og hafa fengið úthlutað húsnæði geta hitt húsvörð sunnudaginn 20. ágúst og fengið lykla og skrifað undir leigusamninga. Verkefnastjóri nemandagarða, Álfheiður Sverrisdóttir, verður við á kennsluskrifstofu fyrstu daga skólaársins fyrir þá sem koma á örðum tímum en sunndaginn 20. ágúst, á dagvinnutíma.

Leigjendum er bent á að kynna sér húsreglur á heimasíðu nemendagarðanna.

Á Uglu má finna ýmsar upplýsingar sem snúa að skólanum eða skólastarfi, t.d. starfsáætlun skólans og ýmislegt fleira.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image