Markmið starfsins er að tryggja skilvirka stjórnun upplýsinga, vinnslu þeirra, miðlun og vörslu til hagræðingar fyrir starfsemi skólans og efla hagnýtingu upplýsinga- og miðlunarkerfa.
Meðal helstu verkefna eru:
- Að byggja upp samræmt stjórnkerfi gagna fyrir starfsemi skólans
- Innleiða stefnu og verklag við meðhöndlun gagna
- Uppfylla m.a. kröfur til opinberra skjalasafna og þarfir skólans til hagkvæmni og skilvirkni í rekstri við meðhöndlun upplýsinga
- Innleiða rafræna skjalavörslu
- Sjá um rekstur upplýsingastjórnkerfis svo og skjalasafn skólans
- Ráðgjöf og fræðsla til starfsmanna
- Aðstoða við öflun upplýsinga og miðlun
- Að vinna með og hagnýta ýmis töluleg gögn er varða starfsemi skólans
- Að vinna með og hagnýta ýmis töluleg gögn er varða starfsemi skólans
- Þátttaka í þróun og innleiðingu nýjunga varðandi hagnýtingu pplýsingatækni við kennslu
- Sinna ýmsum tilfallandi verkefnum og umbótum er styðja við umgjörð kennslu og rannsókna
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góðir stjórnunar- og samskiptahæfileikar mikilvægir
- Reynsla af innleiðingu upplýsinga- og skjalastjórnunar og rekstri mikilvæg
- Haldgóð reynsla í öflun upplýsinga og miðlun
- Gott vald á upplýsingatækni
- Frumkvæði og skipulagshæfni
- Hæfni til að tileinka sér nýja færni og þekkingu
- Gott vald á rituðu og töluðu máli, bæði íslensku og ensku
Um fullt starf eða hlutastarf getur verið að ræða. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf í byrjun árs 2020.
Starfsstöðvar skólans eru á Hvanneyri í Borgarfirði, Keldnaholti í Reykjavík og Reykjum í Ölfusi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Þórönnu Jónsdóttur, í síma 617-9590 eða með tölvupósti (
Umsóknarfrestur er til 12. nóvember 2019.
Umsókn skal fylgja kynningarbréf og ferilskrá.Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.