istkerfi og samfélög norðurslóða breytast með síauknum hraða. Þetta er vegna breytts loftslags, breyttrar landnýtingar, meiri ferðamannastraums, aukinna viðskipta og flutninga landa á milli sem og annarra hagrænna breytinga. Því er aukin þörf fyrir umhverfismenntaða sérfræðinga með skilning og þverfaglega getu til að fjalla um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og umhverfis norðurslóða, í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Þessi nýja alþjóðlega meistaranámsbraut Umhverfisbreytingar á norðurslóðum e. Environmental Changes at Higher Latitudes (EnCHiL Nordic Master) býður upp á hágæða rannsóknatengt framhaldsnám á fræðasviði umhverfisfræða ásamt hagnýtri reynslu á Grænlandi, Íslandi og á öðrum Norðurlöndum. Námið tekur tvö ár og er 120 ECTS. Kennt er á Hvanneyri og Grænlandi ásamt a.m.k. einu misseri við Háskólann í Lundi í Svíþjóð eða Háskólann í Helsinki í Finnlandi.
Hér má finna nánari upplýsingar um námið og vefkynningu. Isabel Barrio brautarstjóri og Bjarni D. Sigurðsson prófessor kynnir brautina. Eyrún Gyða Gunnlaugsdóttir, Alfredo Gomez og Magdalena Folestad nemendur segja frá sinni reynslu. Nánar um námið hér.
Vefkynning á meistaranámsbrautinni Umhverfisbreytingar á norðurslóðum
Sótt er um á vef brautarinnar enchil.net - umsóknarfrestur er til 15. apríl 2021 -