Vinna við rannsókn á Hélumosalífskurn sem er fjölbreytt samfélag lífvera á og í efsta lagi jarðvegsins. Mynd Ólafur Andrésson

Tvær nýjar greinar í hefti 32/2019 voru að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences.

Samanburður á notkun mælidagalíkans og mjaltaskeiðslíkana við kynbótamat fyrir afurðir og frumutölu íslenskra kúa

EftirJón Hjalta Eiríksson, Ágúst Sigurðsson, Guðmund Jóhannesson og Emmu Eyþórsdóttur 

Höfundar mátu arfgengi afurðaeiginleika hjá íslenskum kúm og notuðu til þess þrjú reiknilíkön við útreikninga á kynbótamati. Líkönin voru slembiaðhvarfs mælidagalíkan, mjaltaskeiðslíkan fyrir afurðir að degi 305 frá burði og mjaltaskeiðslíkan sem hefur verið notað við opinbert kynbótamat og byggir á afurðum allt mjaltaskeiðið óháð lengd þess. Þau mátu mögulega framför í frumutölu og próteinafurðum og komust að því að með því að innleiða mælidagalíkan mætti bæta framför í kynbótum í nautgriparæktinni og sýna með því hvernig bæta má kynbótamatið.

Þetta er önnur grein höfunda um kynbætur í nautgriparækt í IAS á þessu ári þar sem kynbætur og kynbótamat er tekið fyrir og er ómetanlegt framlag á þessu sviði.

Greinina má nálgast hér

 

Sveppir í hélumosalífskurn

Höfundar eru Petra Landmark Guðmundsdóttir og Ólafur S. Andrésson Hélumosalífskurn er fjölbreytt samfélag lífvera á og í efsta lagi jarðvegsins þar sem iðulega má finna mosa, fléttur, þörunga, sveppi og gerla. Höfundar tóku sýni af yfirborði og á 5 og 20 mm dýpi og skoðuðu í smásjá. Auk tegundagreininga mátu þau mun á áferð og útbreiðslu sveppa eftir dýpt. Lífmassi sveppa var mestur við yfirborð þar sem breiðir sveppþræðir, gróhirslur og sveppir á og í plöntum voru í meira magni en á 5 mm og 20 mm dýpi. Samsetningin var jafnframt mismunandi eftir dýpi í lífskurninni hvað varðar heildarmagn sveppa og magn einstakra fylkinga. Dökkir sveppir af ættkvíslunum Exophiala, Pialocephala og Pseudogymnoascus voru algengastir.

Þetta er fyrsta birta rannsóknin gagngert á sveppum í héluskurn á Íslandi og því afar mikilvægt framlag til að auka skilning á þessu þunna yfirborðslagi.

Greinina má nálgast hér

Vefsíða Icelandic Agricultural Science ias.is

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image