Trjágróður á norðurslóðum og loftslagsbreytingar. Mynd Mathilde Le Moullec.

Trjágróður á Grænlandi. Mynd Mathilde Le Moullec.

Trjágróður á norðurslóðum og loftslagsbreytingar

Í trjám er mikið magn kolefnis sem þau hafa sogað út úr andrúmsloftinu. Trjágróður er því skilvirk leið til að draga úr hlýnun jarðar með því að binda í föstum lífmassa CO2, sem er skaðleg gróðurhúsalofttegund. En þetta er ekki svo einfalt alls staðar.

 

Í nýrri grein sem birtist í Nature Geoscience er bent á hvers vegna trjágróðursetning á norðurslóðum muni hraða loftslagshlýnun frekar en að hægja á henni. Þetta kemur reyndar ekki á óvart þar sem vísindin hafa verið með þetta á hreinu í að minnsta kosti tvo áratugi. Vöxtur trjágróðurverkefna hefur breiðst út um allan heim undanfarinn áratug. Hann hefur einnig náð inn á norðurslóðir. Það er vegna hlýnunar loftslagsins sem gróðursetningin er nú möguleg lengra og norðar.

 

Vandamálið er að trjágróður getur aukið hlýnun frekar en að kæla jörðina ef hann er gerður á röngum stöðum. Vistkerfi á norðurslóðum, eins og túndra og mýrar sem eru trjálausar að eðlisfari, eru slíkir staðir. Jeppe Kristensen, aðstoðarprófessor við Árósaháskóla í Danmörku og aðalhöfundur greinarinnar, segir:

Sérstakir eiginleikar vistkerfa norðurslóðanna gera þau illa til þess fallin að planta trjám til að draga úr loftslagsbreytingum. Í fyrsta lagi geymir jarðvegur á þessu heimssvæði meira kolefni en allur gróður á jörðinni en þessi jarðvegur er mjög viðkvæmur fyrir raski. Í öðru lagi er orkujafnvægi á þessu svæði afar viðkvæmt fyrir yfirborðsdökknun vegna þess hve dagur er langur á vorin þegar snjór er enn á jörðu. Sígrænir barrskógar taka 3-4 sinnum meira af innkominni sólarorku en snjóþakin túndra. Að lokum er norðursvæðinu hætt við náttúrulegum truflunum á borð við skógarelda, skordýrafaraldur og þurrkum sem drepa niður gróður, sem auk þess hafa orðið tíðari undanfarna áratugi vegna loftslagsbreytinga.“

Höfundar greinarinnar kalla eftir heildrænni sýn á vistkerfi til að finna árangursríkar náttúrutengdar lausnir sem ekki spilla heildarmarkmiði verkefnisins: að hægja á loftslagsbreytingum. Mynd Jeff Kerby.

 

Trjágróður á norðurslóðum er gott dæmi um lausn sem hefur æskileg áhrif á loftslag í einu samhengi en getur haft öfug áhrif í öðru samhengi. Umræðan um loftslagsbreytingar er mjög kolefnismiðuð, því það sem hefur helst breytt loftslagi jarðar á síðustu öld er að mennirnir hafa losað gróðurhúsalofttegundir úr jarðefnaeldsneyti út í andrúmsloftið. En í grunninn eru loftslagsbreytingar afleiðing þess hversu mikið af orkunni sem berst frá sólinni í andrúmsloftið endist og hversu mikið endurkastast, svokallað orkujafnvægi jarðar. Gróðurhúsalofttegundir eru mikilvægir áhrifaþættir þess hversu mikið af varmanum sleppur út úr andrúmslofti jarðar. En í ákveðnum aðstæðum, eins og á norðurslóðum, getur endurskin sólarljóss verið mikilvægara en kolefnisgeymsla fyrir heildarorkujafnvægið.

 

Isabel Barrio prófessor við LbhÍ og einn höfunda greinarinnar.

Höfundar greinarinnar kalla eftir heildrænni sýn á vistkerfi til að finna árangursríkar náttúrutengdar lausnir sem ekki spilla heildarmarkmiði verkefnisins: að hægja á loftslagsbreytingum. Isabel C. Barrio, prófessor við Landbúnaðarháskolanum og meðhöfundur greinarinnar, segir:

„Heildarsýn er ekki bara betri leið til að skoða loftslagsáhrifin af valkostum okkar til náttúrutengdra lausna, heldur eina leiðin ef við stefnum að því að breyta til í raunveruleikanum“.

Isabel bætir við:

„Það eru ýmsar ástæður fyrir því að auka skógrækt norðar, t.d. sjálfsþurftarbúskapur. Hér á landi er nytjaskógrækt verðmæt atvinnugrein en eins og með aðrar athafnir mannsins þurfum við að skoða vel hver umhverfisáhrifin eru. Stundum er ekki víst að gróðursetningu fylgi aukinn ávinningur í loftslagsmálum en stundum getur það gerst, til dæmis þegar plantað er á grónu landi eða á svæðum þar sem snjóþekja er minni. Af þessum ástæðum eru rannsóknir skógvistfræðinga okkar mikilvægari nú en áður.“

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image