Tómas Halldórsson ráðinn sérfræðingur á sviði upplýsingafræða og fjarkönnunar

Tómas Halldórsson ráðinn sérfræðingur á sviði upplýsingafræða og fjarkönnunar

Tómas Halldórsson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur á sviði upplýsingafræða og fjarkönnunar hjá deild Náttúru og skóga. Tómas er með MS gráðu í landupplýsinga- og fjarkönnunarfræðum frá háskólanum í Lundi, BS gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands og diplómapróf í kennslufræðum frá sama skóla. Þá hefur Tómas lokið námi í landvörslu. Tómas hefur unnið sem landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, unnið sem aðstoðarkennari í landupplýsingafræði í HÍ og háskólanum í Lundi og starfað sem landupplýsingafræðingur hjá Landsvirkjun. Tómas hóf störf í byrjun september og er staðsettur á Keldnaholti.

„Það sem ég er einna helst að fást við í mínum daglegum störfum er að safna og greina upplýsingar um framboð náms á sviði fjarkönnunar og landupplýsingafræða, bæði á Íslandi og erlendis ásamt því að skoða eftirspurn í þeim fræðum á vinnumarkaði hérlendis.“ 

Við bjóðum Tómas innilega velkominn til starfa!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image