Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar (COVID-19).
Aðgerðirnar eru hluti að viðbragðskerfinu og hefur í sjálfu sér engin stór áhrif á almenning eins og Víðir Reynisson yfirlögreglujónn, áréttaði á blaðamannafundi. Starfsfólk og nemandur LBHÍ eru hvattir til að lágmarka ferðir erlendis. Þeir sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga að forðast mannamót að óþörfu og að huga vel að hreinlætisaðgerðum.
Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með upplýsingum og leiðbeiningum landlæknis og vefsíðu landlaeknir.is. Þar er farið yfir hvernig veiran breiðist út, helstu einkenni hennar og hvernig draga megi úr sýkingarhættu. Þar segir meðal annars að almenningur geti með auðveldum hætti dregið úr sýkingarhættu með því að gæta vel að persónulegu hreinlæti. Handþvottur og almennt hreinlæti í kringum augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi hefur lykilþýðingu við að forðast smit og fækka smitleiðum. Í byggingum skólans hefur verið komið fyrir sótthreinsispritti.
Information in english on the Novel Coronavirus Covid-19
Kórónaveiran Covid 19 hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar. Einkenni eru helst hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum hjá þeim sem veikir eru fyrir og lýsir það sér með sýkingum í neðri öndunarfærum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.-8. degi veikinda.
Hér er að finna lista yfir skilgreind áhættusvæði þar sem faraldur er í gangi og samfélagssmit talið útbreitt. Við hvetjum fólk til að takmarka ferðir um skilgreind áhættusvæði og fylgja leiðbeiningum um sóttkví hafi svæðin verið heimsótt.
Það skal áréttað að starfsmenn og nemendur tilkynni veikindi og láti sérstaklega vita á skrifstofu skólans (sími 433 5000 /
Við hvetjum alla til að gæta að hreinlæti og vera meðvitað um að fækka smitleiðum huga að náunganum, sérstaklega fólki sem ekki hefur sterkt tengslanet hér.
Viðbragðsáætlun Landbúnaðarháskóla Íslands
--