Landbúnaðarháskóli Íslands hefur opnað fyrir umsóknir um sumarstörf. Starfstímabilið er frá 15. maí til og með 15. ágúst 2024. Um er að ræða útistörf.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Umhirða útisvæða
-
Viðhald fasteigna og/eða annarra innviða
-
Almenn garðyrkjustörf, s.s. grassláttur, beðahreinsun, gróðursetning, vélavinna ásamt öðru tilfallandi sem tilheyrir garðyrkju
-
Umsjón með ungmennum í vinnuskóla Borgarbyggðar
Hæfniskröfur
-
Umsækjendur skulu vera fæddir 2006 eða fyrr (18 ára og eldri)
-
Bílpróf
-
Vinnuvélaréttindi
-
Reynsla af umhirðu útisvæða og/eða garðyrkjustörfum
-
Stundvísi og samviskusemi
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.03.2024
Nánari upplýsingar veitir
Guðmunda Smáradóttir,
Sími: 433 5000
Kristín Theodóra Ragnarsdóttir,
Sími: 433 5000