Sumarstörf í boði á útisvæðum Hvanneyrar og við fjárbúið að Hesti.
Við óskum eftir starfsfólki í garðyrkjustörf á Hvanneyri og við fjárbúið á Hesti í sumar.
Störfin felast m.a. í umhirðu og snyrtingu á gróðri, grasslætti á opnum svæðum, aðstoð við sauðburð, heyskap og umhirðu fjár eftir atvikum ásamt öðrum tilfallandi störfum. Kostur er ef umsækjandi hefur vinnuvélaréttindi (I og J réttindi) og hefur reynslu af umhirðu gróðurs og/eða umhirðu búfjár.
Vinnutíminn er frá 8:00-16:15 virka daga, frá 15. maí - 20. ágúst eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Ingi Gunnarsson í síma 845 7434 eða á netfangið hafsteinn(hjá)lbhi.is.
Umsóknir sendist á netfangið: arnag(hjá)lbhi.is merkt Sumarstarf.
Umsóknarfrestur er til 10. apríl