Gunnhildur t.v. og Sunna við undirbúning útlagningar á áburðartilraun í vor

Sumarstarfsfólk við skólann

Image
Sunna t.h. og Gunnhildur ásamt Jónínu Svavarsdóttur sérfræðing t.v. og Rikke Santing starfsnema við undirbúning tilraunar

Þó hefðbundinni kennslu sé lokið þetta skólaárið þýðir það ekki að starfsemi skólans liggji niðri, þvert á móti. Sumarnámskeið hafa staðið yfir síðustu vikur, vinna við umhirðu útisvæða stendur sem hæst sem og vinna við bú skólans auk þess sem starfsemni ýmiskonar við rannsóknarverkefni er í fullum gangi.

Við höfum áður kynnt nokkra af erlendum starfsnemum okkar, þau Katharina GrausNicolas Vincenzi og Rikke Santing. Auk þeirra eru nokkrir af nemendum okkar sem vinna hjá okkur í sumar og kynnum við tvær þeirra hér, Sunnu Skeggjadóttur og Gunnhildi Gísladóttur.

Sunna kemur frá Skeggjastöðum í Flóa og lauk BSc- prófi í Búvísindum nú í júníbyrjun. Hún sagði okkur frá helstu verkefnum sínum í sumar en hún starfar hjá Jarðræktarmiðstöð LbhÍ„Vinnan mín þetta sumar er fjölbreytt en samanstendur aðallega af skýrsluskrifum og umsjón með tilraunum. Tilraunirnar sem ég mun vinna með í sumar eru ræktun á vetrar- og sumarafbrigðum olíunepju og jarðvinnslu- og grænfóðurtilraunir.“ 

Gunnhildur kemur frá Stóru-Reykjum í Flóahrepp en þar er rekið er blandað bú með kýr og kindur.  „Ég hef mikin áhuga á landbúnaði og öllu sem honum tengist. Ég er útskrifaður búfræðingur og var að klára fyrsta árið í búvísindum við LBHÍ. Í sumar er ég að vinna hjá Jarðræktarmiðstöðinni, þar er ég allt í öllu, aðstoða við þau verkefni sem þarf aðstoð í. Einnig er byrjuð að rannsaka aðeins áhrif mismunandi kölkunar á sýrustig (pH) í jarðvegi. Stefnan er svo bara að klára skólann og vonandi vinna við landbúnað í framtíðinni.“

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image