Styrkir til doktorsnáms við Landbúnaðarháskóla Íslands

Tveir styrkir til doktorsnáms eru auglýstir við Landbúnaðarháskóla Íslands

Styrkir til doktorsnáms við Landbúnaðarháskóla Íslands

Doktorssjóður Landbúnaðarháskóla Íslands auglýsir tvo styrki til doktorsnáms við skólann.

Tilgangurinn með doktorssjóði skólans er að efla Landbúnaðarháskóla Íslands sem alþjóðlegan rannsóknaháskóla, auka enn frekar þekkingu á meginfræðasviðum skólans, og gera efnilegum nemendum kleift að stunda doktorsnám við skólann.

Styrkir eru veittir til doktorsnema við skólann í formi launagreiðslna. Á hverjum tíma er miðað við að sjóðurinn styrki tvo doktorsnema. Verkefnin geta verið innan meginfagsviða skólans: i) Náttúruvísindi; ii) Auðlinda- og búvísindi; iii) Skipulagsfræði.

Umsóknir til sjóðsins geta verið af tvennum toga:

a) Nemandi og leiðbeinandi sækja til sjóðsins í sameiningu, með tillögu að samsetningu hæfrar doktorsnámsnefndar um verkefnið sbr. reglur um doktorsnám við LbhÍ.

b) Leiðbeinandi sækir um styrk án þess að tilgreina nemanda, en með tillögu að samsetningu hæfrar doktorsnámsnefndar um verkefnið. Umsóknum skulu fylgja:

  • Greinargerð um rannsóknarverkefnið, markmið þess og vísindalegt gildi,
  • feril- og ritaskrá nemanda (leið a), leiðbeinanda og fyrirhugaðrar doktorsnámsnefndar,
  • námsáætlun nemanda (leið a), stutt greinargerð um aðstöðu til námsins og
  • önnur gögn sem styrkt geta umsókn, s.s. meðmæli.

Mat á umsóknum byggir á eftirfarandi þáttum:

  • Vísindalegs gildis fyrirhugaðs rannsóknarverkefnis,
  • mikilvægi þess að auka þekkingu á viðkomandi sviði á Íslandi (og LbhÍ ef við á),
  • hversu vel verkefnið mæti kröfum sem fram komu í auglýsingu,
  • tengsl verkefnis við fræðasvið leiðbeinenda,
  • faglegan styrkleika doktorsnámsnefndar verkefnisins,
  • frammistöðu nemenda í fyrra háskólanámi (leið a),
  • námsáætlunar (leið a),
  • hvort aðstaða í deild og í samstarfi sé fullnægjandi, og
  • frágangs umsóknar.

 

Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2025 og sendist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsókn má vera á íslensku eða ensku.

Frekari upplýsingar má finna í reglum um doktorssjóð Landbúnaðarháskóla Íslands og reglum um doktorsnám við Landbúnaðarháskóla Íslands á vefsíðu skólans.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image