Vinnuvistfræðifélag Íslands veitir verðlaun 22.mars n.k. til háskólanema fyrir verkefni sem hefur vinnuvistfræðilegt gildi og þykir skara fram úr öðrum á því sviði. Verðlaunahafi verður fulltrúi Íslands á NES2018 ráðstefnu (Nordic Ergonomics and Human Factors Society) í Reykjavík 24.-27. Júní n.k. Sjá nánar hér. Sambærileg verðlaun verða veitt á hinum Norðurlöndunum og verður haldin fyrirlestrarröð á NES ráðstefnunni sem mun samanstanda af vinningshöfum frá hverju Norrænu landanna. Hver fulltrúi leggur fram 20 mínútna kynningu á verkefninu. Íslenska dómnefndin verður skipuð einum fulltrúa háskólasamfélagsins, einum fulltrúa atvinnulífsins og einum fulltrúa stjórnar Vinnís og velja þeir vinningshafa úr röðum umsækjenda.
Verðlaunin samanstanda af:
- frírri þátttöku fyrir einn á árlegri NES - ráðstefnu
- eins árs aðild hjá heimafélaginu (Vinnís)
- 100.000,- iskr, viðurkenningarskjali og blómum
Umsókn með 400–800 orða útdrætti skal senda inn fyrir 28.febrúar til Vinnís, á netfangið
Skilyrði til þátttöku eru:
- Verkefnið hafi verið unnið á einu af síðustu þremur miserum
- Skýrslan hafi verið samþykkt við háskóla eða aðra sambærilega menntastofnun
- Verkefnið verður að hafa verið metið til a.m.k. 15 ECTS eininga
- Verkefnið má ekki hafa verið til löggildingar eða doktorsprófs
- Skýrslan verður að vera skrifuð á dönsku, finnsku, íslensku, norsku, sænsku eða ensku
- Samantekt (Abstract) á ensku skal fylgja með skýrslunni
- Verkefnið má hafa verið unnið af einum eða fleiri einstaklingum
Skilgreining á vinnuvistfræði
Vinnuvistfræði er fræðigrein sem fjallar um að skilja samspil manns og umhverfis. Í vinnuvistfræði er leitast við að samþætta kenningar, þekkingu, reynslu og aðferðir margra fræðigreina með það að markmiði að bæta líðan einstaklinga. Í vinnuvistfræði er lögð áhersla á að móta og meta störf, verkefni, vörur, umhverfi og aðferðir til aðlögunar að þörfum og getu fólks. Í vinnuvistfræði er nálgunin heildstæð þar sem tekið er tillit til líkamlegra-, vitsmunalegra- og félagslegra þátta ásamt skipulagi og umhverfi.