Starf fjármeistara Hvanneyrarbúsins ehf við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er laust til umsóknar.
Hlutverk Hvanneyrarbúsins er búrekstur í þágu kennslu- og rannsóknastarfs Landbúnaðarháskóla Íslands. Félagið á að skapa aðstöðu fyrir nemendur og starfsmenn LbhÍ og samstarfsaðila þeirra til fræðslu og rannsókna sem tengjast sauðfjárrækt, nautgriparækt, jarðrækt, auðlindanýtingu og umhverfisvernd. Viðkomandi starfsmaður yrði hluti af teymi LbhÍ sem hefur umsjón með rekstri Hvanneyrarbúsins í samráði við bústjóra. Um fullt starf er að ræða.
Helstu verkefni
- Umsjón með allri starfsemi á fjárbúinu Hesti
- Umsjón með ræktunarstefnu í samráði við bústjóra, umsjón með lögbundnu hjarðskýrsluhaldi og öðru skýrsluhaldi fyrir rannsóknir og kennslu
- Umsjón með aðbúnaði búfjár og viðhaldi á aðstöðu
- Vélavinna við gegningar, heyskap, jarðrækt og fleira
- Skipulagning og umsjón sauðburðar
- Þátttaka í rannsóknum og mælingum
- Móttaka nemenda, kennara og tilfallandi gesta
- Virk þátttaka í uppbyggingu og innleiðingu nýsköpunar í búrekstri sem og önnur störf er tilheyra búrekstri
Menntunar- og hæfniskröfur
- Búfræðimenntun og/eða BS próf í búvísindum eða öðrum landbúnaðarfræðum
- Önnur iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af sauðfjárrækt og vélavinnu
- Sjálfstæð, skipulögð og snyrtileg vinnubrögð
- Færni í mannlegum samskiptum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku
Umsóknarfrestur er til 24. október 2024
Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf sem fyrst og eigi síðar en 2. janúar 2025
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veita
Guðmunda Smáradóttir mannauðs- og gæðastjóri
Egill Gunnarsson bústjóri