Í tengslum við það að búfræðslulög falla brott hefur háskólaráð ályktað að settur verði á stofn starfshópur sem fjalli sérstaklega um stöðu starfsmenntanámsins innan LbhÍ og vinni að því að tryggja framtíð þess sem best, m.a. með hliðsjón af nýju lagaumhverfi. Skoða þurfi innihald námsins og stöðu þess innan skólans jafnt sem skólakerfisins. Þá þurfi að tryggja sérstaklega fjármögnun til námsins og gera um það sérstakan samning við menntamálaráðuneytið svo sem kveðið er á um í núgildandi lögum.