Starf við LbhÍ: Rektor

Staða rektors við Landbúnaðarháskóla Íslands er laus til umsóknar.

Landbúnaðarháskóli Íslands er leiðandi afl í rannsóknum, kennslu og nýsköpun á sviði auðlinda- og umhverfisfræða, heildstæðrar landnýtingar, landslagshönnunar og skipulags. Skólinn leggur áherslu á fjölbreyttar rannsóknir og nám sem mæta þörfum atvinnulífs, í samvinnu við fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.

Landbúnaðarháskólinn starfar í tveimur deildum: Starfsmenntadeild á framhaldsskólastigi í búfræði og garðyrkju og háskóladeild auðlinda og umhverfis sem býður upp á BS, MS og PhD nám í búvísindum, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði og landgræðslu, BS nám í umhverfisskipulagi og MS nám í skipulagsfræði.  Skráður nemendafjöldi er um 300 árið 2018 og starfsmenn eru um 85. Starfsstöðvar skólans eru þrjár, að Hvanneyri í Borgarfirði, Reykjum í Ölfusi og Keldnaholti í Reykjavík.  Höfuðstöðvar skólans eru á Hvanneyri. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á www.lbhi.is.

Mikilvæg verkefni eru framundan hjá skólanum, meðal annars að endurskoða hlutverk og stefnu skólans, styrkja umgjörð um nám og nemendur, auka tengsl við atvinnulífið og efla gæðamál og rannsóknir.

Rektor er æðsti stjórnandi Landbúnaðarháskólans, annast rekstur og stjórnun í umboði háskólaráðs og ber ábyrgð gagnvart því.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Akademískt hæfi sem og þekking á og reynsla af rannsóknum og starfi háskóla
Víðtæk stjórnunarhæfni og -reynsla
Ríkir leiðtoga- og samskiptahæfileikar
Reynsla af fjármálum og stefnumótun

Umsóknarfrestur er til 13. maí nk. Umsóknir berist Landbúnaðarháskóla Íslands merktar: Umsókn um stöðu rektors við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað. Umsóknir og fylgigögn skal einnig senda á rafrænu formi eftir því sem unnt er á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsókn skal fylgja:

Ítarleg greinargerð um náms- og starfsferil.
Staðfest eintök af öllum viðeigandi prófskírteinum.
Upplýsingar um þrjá meðmælendur.

Hæfni umsækjenda um embætti rektors verður skoðuð í ljósi heildarmats, m.a. með tilliti til rekstrar- og stjórnunarreynslu, vísindastarfa og hvernig menntun og reynsla viðkomandi muni nýtast í starfi rektors.

Gert er ráð fyrir að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í embætti rektors til fimm ára frá og með 1. október  2018 samkvæmt tilnefningu háskólaráðs. Háskólaráð tilnefnir þrjá menn í valnefnd til að meta hæfni umsækjenda skv. 1. mgr. 18. gr. laga um háskóla, nr. 63/2006.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Arna Garðarsdóttir, mannauðsstjóri, í síma 843-5310 og á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Landbúnaðarháskóli Íslands stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image