Starf við LbhÍ: Rekstrarstjóri fasteigna

Rekstrarstjóri fasteigna við Landbúnaðarháskóla Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða rekstrarstjóra fasteigna skólans. Rekstur fasteigna heyrir undir rekstrarsvið skólans.  Meginstarfsstöð er á Hvanneyri.  Starfið felst í  umsjón með almennu  viðhaldi og rekstri húsnæðis háskólans, þar með talið Nemendagörðum Búvísindadeildar sem staðsettir eru á Hvanneyri.  Húsnæði skólans  telur yfir á þriðja tug misstórra fasteigna sem eru m.a. á Hvanneyri, Keldnaholti í Reykjavík og Reykjum í Ölfusi. Helstu byggingar skólans eru leigðar af Ríkiseignum.

Verkefni sem falla undir rekstrarstjóra fasteigna eru m.a. samskipti við Ríkiseignir varðandi  viðhaldsáætlanir og aðra umsjón með byggingum, sorphirðumál, ræstingar, leigusamningar, aðgangsstýring og öryggismál og annað eftirlit með almennri nýtingu húsnæðis.

Rekstrarstjóri fasteigna  ber m.a. ábyrgð á:  Almennu eftirliti og viðhaldi bygginga eftir atvikum í samstarfi við Ríkiseignir. Gerð viðhaldsáætlana og framfylgd þeirra.  Málefnum er lúta að daglegri ræstingu húsnæðis sem og öðrum þrifum og hreingerningu.   Vinnu við gerð útboða og samninga.  Aðstoðar við gerð fjárhagsáætlana, kostnaðarstýringu umsjónar-og viðhaldsverkefna í samráði við fjármálastjórn LbhÍ.

Umsækjendur skulu hafa meistararéttindi í  húsasmíði,  reynslu af skipulagningu fjármála  og stjórnunar  byggingarekstrar  og  viðhaldsverkefna. Mikilvægir eiginleikar í starfinu eru sjálfstæði, frumkvæði, þjónustulund og vilji til samstarfs. 

Miðað er við að umsækjandi geti hafið störf 1. desember 2015.  

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.   

Nánari upplýsingar um starfið veita  Theodóra Ragnarsdóttir, rekstrarstjóri í síma 433 5000 eða tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 12. október n.k.. Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands,  Ásgarði, Hvanneyri 311 Borgarnes eða með  tölvupósti  til Kristínar Siemsen, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokun umsóknarfrests.

 

Landbúnaðarháskóli Íslands

-Háskóli lífs og lands-

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image