Starf við LbhÍ: Reiðkennari og yfirumsjónarmaður hestamiðstöðvar LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða starfsmann í fulla stöðu við reiðkennslu og yfirumsjón hestamiðstöðvar LbhÍ. Viðkomandi þarf að hafa háskólagráðu í reiðkennslu eða sambærilega menntun og reynslu af reiðkennslu, auk verulegrar reynslu í hestahaldi, hestatengdum rekstri, tamningum og þjálfun hrossa auk reynslu af almennum bústörfum. 

Mikilvægir eiginleikar í starfinu eru m.a. fagleg nálgun, frumkvæði, skipulagshæfileikar og samstarfslund.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Þorsteinsson  (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) í síma 433 5000.

Umsóknarfrestur er til 16. nóvember n.k. en gert er ráð fyrir að ráða í stöðuna frá og með 1. janúar n.k. Umsóknir skulu sendar til Landbúnaðarháskóla Íslands b/t Kristín Siemsen, Ásgarði, Hvanneyri 311 Borgarnes eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image