Laus er til umsóknar staða forseta auðlinda- og umhverfisdeildar við LbhÍ sem felur meðal annars í sér yfirumsjón með starfsemi og rekstri deildarinnar og stefnumörkun í samræmi við stefnu LbhÍ.
Ráðið er til fjögurra ára í starfið með möguleika á framlengingu í önnur fjögur ár. Um fullt starf er að ræða.
Miðað er við að nýr deildarforseti geti hafið störf 15. ágúst 2018
Helstu ábyrgðarþættir:
Frumkvæði og forysta um málefni deildarinnar.
Yfirumsjón með rannsóknavirkni og kennslu.
Gæðastjórnun í samráði við sviðsstjóra kennslu- og gæðamála.
Stjórnsýsluleg og rekstrarleg ábyrgð.
Mannauðsmál.
Yfirumsjón með innlendum og erlendum samskiptum.
Seta í framkvæmdastjórn skólans.
Staða deildarforseta heyrir beint undir rektor. Til greina kemur að deildarforseti komi að kennslu og rannsóknum innan þeirra fræðasviða sem heyra undir deildina.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsækjendur skulu uppfylla almenn hæfisskilyrði sem háskólakennarar á vettvangi þeirra fræða sem kennd eru við deildina eða tengjast helstu viðfangsefnum þeirra.
Doktorspróf er skilyrði.
Samskiptahæfni, jákvæðni,drifkraftur og geta til að takast á við breytingar.
Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs.
Reynsla af rekstri og stjórnun nauðsynleg.
Hæfileiki til að móta og miðla framtíðarsýn.
Hæfileiki til að byggja upp og leiða teymi akademískra starfsmanna.
Reynsla af starfi innan háskóla æskileg.
Um ráðninguna fer að öðru leyti eftir reglum fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands nr. 250/2016 og reglna um nýráðningar og framgang akademískra starfsmanna við Landbúnaðarháskóla Íslands frá 20. september 2012.
Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Umsóknarfrestur er til 13. maí 2018. Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands b/t Arna Garðarsdóttir, Ásgarði – 311 Hvanneyri eða í tölvupósti
Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sæmundur Sveinsson LbhÍ í síma 843-5300 eða tölvupósti