Starf í boði við LbhÍ: Lektor í umhverfisskipulagi

Lektor í umhverfisskipulagi

Laust er til umsóknar starf lektors í umhverfisskipulagi við umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ).

Um er að ræða fullt starf og er miðað við að það sé veitt frá og með 1. september 2015, eða eftir samkomulagi.  Athygli er vakin á því að samkvæmt reglum Landbúnaðarháskóla Íslands er rektor heimilt að veita framgang í starf dósents eða prófessors strax við nýráðningu uppfylli viðkomandi þau skilyrði.

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um nýráðningar og framgang akademískra starfsmanna við Landbúnaðarháskóla Íslands frá 20. september 2012.

Umsækjendur skulu hafa lokið meistaragráðu eða doktorsgráðu á sviði umhverfisskipulags (t.d. landslagsarkitektúr, skipulagsfræði, arkitektúr, eða hliðstæðum fræðigreinum). Umsækjendur skulu geta sýnt fram á það með námsferli sínum, starfsreynslu og verkum að þeir séu færir um að annast háskólakennslu og rannsóknir á fræðasviðinu. Reynsla og færni í notkun helstu hönnunarforrita og framsetningu efnis er kostur sem horft verður til.

Æskilegt er að umsækjandi búi yfir stjórnunarreynslu og hæfni til að afla styrkja til rannsókna. Krafist er góðrar samstarfshæfni, lipurðar í mannlegum samskiptum, sjálfstæðra vinnubragða auk góðrar hæfni til að miðla eigin kunnáttu. Horft verður til að umsækjendur falli sem best að kennslu- og rannsóknaþörfum umhverfisdeildar LbhÍ.

Kennsla í grunnnámi við LbhÍ fer að jafnaði fram á íslensku í samræmi við málstefnu skólans. Ef móðurmál viðkomandi er ekki íslenska er ætlast til að hann hafi öðlast næga færni til að nota íslensku við kennslu innan þriggja ára frá því að hann hefur störf.

Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Aðalstarfsstöð Landbúnaðarháskólans er á Hvanneyri, en aðrar meginstarfsstöðvar eru á Keldnaholti í Reykjavík og að Reykjum í Ölfusi. Kennsla sú sem fellur undir umrætt starf fer fram á Hvanneyri.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hlynur Óskarsson deildarforseti umhverfisdeildar í síma 433 5000 eða tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2015. Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands b/t Kristín Siemsen Ásgarði – 311 Hvanneyri eða í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni gögn um námsferil, fræða- og kennslustörf svo og önnur störf. Með umsókn skulu einnig fylgja eintök af þeim fræðilegu gögnum sem þeir óska að tekið sé tillit til.

Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Auglýsing getur gilt í allt að sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

English version of the advertisement

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image