Út er komið rit LbhÍ nr. 172: Staðalþungi íslenskra áa – tengsl lífþunga, holdastiga og þroskastigs. Höfundar eru Jóhannes Sveinbjörnsson og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson.
Byggt á ítarlegum greiningum á gögnum Hestbúsins fyrir árin 2001-2022 reyndist staðalþungi, það er þungi fullþroskaðra íslenskra áa, staðlaður að holdastigi 3, vera 70,4 ± 3,4 kg. Um 8,5 kg lífþunga þarf til að auka hold um sem nemur einu holdastigi.
Með svo nákvæmu mati á þessum breytum standa útreikningar á fóðurþörfum íslenskra áa á traustari grunni en áður. Mikil samfella í gagnasafninu leiddi einnig til þess að hægt var að einangra breytileika milli gripa frá breytileika innan gripa, sem er mikilvægt fyrir áframhaldandi rannsóknir. Hægt verður að tengja fullorðinsþunga við aðra mikilvæga eiginleika í kynbótastarfi.
Einnig skapast möguleikar á að greina aðgreind áhrif fullorðinsþunga, þroskastigs og holda á framleiðslugetu ánna.
Í ritinu er einnig farið ítarlega yfir erlendar rannsóknir sem tengjast viðfangsefninu.
Ritið í heild sinni má nálgast hér
Byggt á ítarlegum greiningum á gögnum Hestbúsins fyrir árin 2001-2022 reyndist staðalþungi, það er þungi fullþroskaðra íslenskra áa, staðlaður að holdastigi 3, vera 70,4 ± 3,4 kg. Um 8,5 kg lífþunga þarf til að auka hold um sem nemur einu holdastigi.
Með svo nákvæmu mati á þessum breytum standa útreikningar á fóðurþörfum íslenskra áa á traustari grunni en áður. Mikil samfella í gagnasafninu leiddi einnig til þess að hægt var að einangra breytileika milli gripa frá breytileika innan gripa, sem er mikilvægt fyrir áframhaldandi rannsóknir. Hægt verður að tengja fullorðinsþunga við aðra mikilvæga eiginleika í kynbótastarfi.
Einnig skapast möguleikar á að greina aðgreind áhrif fullorðinsþunga, þroskastigs og holda á framleiðslugetu ánna.
Í ritinu er einnig farið ítarlega yfir erlendar rannsóknir sem tengjast viðfangsefninu.
Ritið í heild sinni má nálgast hér