Landbúnaðarháskólinn og Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins efna til Spildudags á Hvanneyri þar sem gengið verður að tilraunareitum með höfrum, byggi, vornepju og eftirsóttum fjölærum grastegundum. Þar verða verkefni og niðurstöður þeirra kynnt. Safnast verður saman við Ásgarð, aðalbyggingu LBHÍ á Hvanneyri kl 13:00.
Þar á eftir er boðið í heimsókn í Jarðræktarmiðstöð LbhÍ þar sem sérfræðingar LbhÍ og RML munu kynna ýmis jarðræktartengd verkefni frá kl 14:00.
Auk þess verða tæki og tól Jarðræktarmiðstöðvarinnar til sýnis. Kaffi og með því í boði.
Fyrir áhugasama verður hægt að skoða fleiri tilraunir, t.d. sem mæla langtímaáhrif sauðataðs og N, P eða K skorts á uppskeru og gróðurframvindu í túnum, tilraunir með „sjálfbæra“ áburðarframleiðslu, kölkunartilraunir og vetrarkornstilraunir.