Spennandi námskeið um tækifæri í kornrækt

Umræða um aukna kornrækt hér á landi verður sífellt háværari og ýmis tækifæri eru til sóknar í kornrækt hér á landi. Efling í kornrækt getur ýtt undir framþróun í landbúnaði, skapað  nýjar atvinnugreinar og rennt stoðum undir byggð í dreifbýli. 

Fram undan eru tvö námskeið um tækifæri í kornrækt á Íslandi sem Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri í jarðrækt hjá LBHÍ kennir á vegum Endurmenntunar LBHÍ. Laugardaginn 19. nóvember er námskeið hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri sem hefst kl. 10.00 og miðvikudaginn 23. nóvember verður haldið námskeið á Búgarði í Eyjafirði sem hefst kl. 13.30. 

Námskeiðið er bóklegt og hentar þeim sem vilja hefja kornrækt eða bæta við sig þekkingu á kornrækt og hafa  reynslu af jarðvinnslu. Farið er yfir niðurstöður nýrri og eldri rannsókna í kornrækt hér á landi, meðal annars á byggi, höfrum og hveiti, sem og olíurepju. Einnig verða kynntar niðurstöður rannsókna varðandi sáðmagn, áburðarmagn og yrkjaval og hvaða möguleikar eru til verðmætasköpunar í kornrækt til manneldis. 

Mikill áhugi er á námskeiðunum og fer hver að verða síðastur að skrá sig. Skráning og nánari upplýsingar er á vef Endurmenntunar LBHÍ.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image