Skólastarf fer vel af stað

Þá er skólastarfið hafið af fullum krafti eftir að nýnemadag í upphafi vikunnar. Þá hafa eldri nemendur einnig hafið skólaárið og kennsla fer fram samkvæmt stundaskrá. Auk nemenda í fullu námi há okkur eru einnig skiptinemar víðs vegar frá sem búa á nemendagörðum á Hvanneyri. Nemendagarðarnir eru fullnýttir þessa önnina og um það bil 150 nemendur sem fluttu inn í síðustu viku. Fyrir utan hefðbundnar brautir okkar þá hóf í fyrsta sinn göngu sína alþjóðlega brautin á meistarastigi um endurheimt vistkerfa sem verður virkilega spennandi að fylgja eftir. Þar eru saman komnir nemendur alls staðar úr heiminum og er kennt á ensku.

Fyrsta námsvikan fór að mestu í að kynna nýnemum fyrir því helsta sem er í boði og námsefninu auk þess sem nemendafélögin stóðu fyirr hópefli og sprelli.

Við bjóðum öll velkomin í skólann og hlökkum til samvinnunnar í haust og vetur.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image