Mánudaginn 28. nóvember kl. 16:00 flytur dr Páll Sigurðsson, skógfræðingur hjá Lanbúnaðarháskóla Íslands, mjög áhugavert erindi um náttúrufar, skóga og lífið í NV-Rússlandi.
Páll bjó í Rússlandi í níu ár, þar sem hann lauk BS og MS gráðum í skógfræði og doktorsgráðu í skógræktartækni. Síðan starfaði hann við skógfræðideild Háskólans í Arkangelsk, áður en hann flutti ásamt fjölskyldu sinni heim til Íslands. Páll er því hafsjór af fróðleik og það verður einstaklega gaman að kynnast náttúru og skógarmenningu NV-Rússlands betur í gegnum hann.
Fræðsluerindið er haldið í Ársal, 3. hæð, Ásgarði (aðalbyggingu), Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri.
Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir!
Fræðsluerindið er í boði Skógræktarfélagsins Dafnars á Hvanneyri.