Skoðuðu átök í auðlindanotkun á Íslandi

Nú í ágústmánuði hafa 23 nemendur frá háskólum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum setið tveggja vikna námskeið á Hvanneyri á vegum NordNatur. Umsjón með námskeiðinu höfðu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Viðfangsefnið voru átök í auðlindanotkun á Íslandi og notuðu nemendur nokkur nýleg íslensk dæmi í verkefnum sínu ; Hvammsvirkjun, veg um Gálgahraun, beit á Almenningum, nýting á hvölum, og aðgang ferðamanna að náttúruauðlindum með áherslu á Geysi. Námskeiðinu lauk með kynningu á verkefnum þeirra. 
NordNatur er samstarfsnet 13 háskóla í Noregi, Svíþjóð, Finlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Danmörku, auk Íslands. NordNatur aðilar hér á landi eru Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands. 

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image