Nú í ágústmánuði hafa 23 nemendur frá háskólum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum setið tveggja vikna námskeið á Hvanneyri á vegum NordNatur. Umsjón með námskeiðinu höfðu
Viðfangsefnið voru átök í auðlindanotkun á Íslandi og notuðu nemendur nokkur nýleg íslensk dæmi í verkefnum sínu ; Hvammsvirkjun, veg um Gálgahraun, beit á Almenningum, nýting á hvölum, og aðgang ferðamanna að náttúruauðlindum með áherslu á Geysi. Námskeiðinu lauk með kynningu á verkefnum þeirra.
NordNatur er samstarfsnet 13 háskóla í Noregi, Svíþjóð, Finlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Danmörku, auk Íslands. NordNatur aðilar hér á landi eru Háskólinn á Akureyri og Landbúnaðarháskóli Íslands.