Skipulag í Örfirisey - kynning á verkefnum nemenda í skipulagsfræði

Velkomin á kynningu lokaverkefna meistaranema á fyrsta ári í Skipulagsfræði við LBHÍ sem fram fer í húsnæði skólans að Keldnaholti í Reykjavík, þriðjudaginn 15. maí kl 15.00-17.00.

Nemendur hafa unnið að tillögu nýs skipulags fyrir Örfirisey í miðbæ Reykjavíkur. Settar eru fram hugmyndir um framtíðar uppbyggingu á svæðinu. Þrír hópar kynna hugmyndir sínar í máli og myndum. Jafnframt verður til sýnis líkan af Örfirisey sem notað var í vindhermi til að mynda og móta skipulagið. Þá eru tillögurnar einnig sýndar á plönsum.

Verið innilega velkomin. Allir sem hafa áhuga á skipulagsmálum eru sérstaklega hvattir til að mæta!

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image